Nýjast á Local Suðurnes

Guðmundur og Ómar áfram með Njarðvík

Guðmundur Steinarsson verður áfram aðalþjálfari meistaraflokks Njarðvikur og Ómar Jóhannsson verður honum áfram til aðstoðar. Guðmundur tók við liðinu haustið 2013 og Ómar kom til liðs við okkur sem aðstoðar og markmannsþjálfari veturinn 2014.

Stjórn deildarinnar hefur frá því að Íslandsmótinu lauk farið vandlega yfir stöðu mála og leikmannahóps. Unnið hefur verið markvisst í að festa þann kjarna í leikmannahópnum sem hefur verið hvað lengst hjá okkur. Fimm leikmenn hafa þegar gengið frá nýjum samningum þeir Ari Már Andrésson, Brynjar Freyr Garðarsson, Gísli Freyr Ragnarsson, Stefán Birgir Jóhannesson og Theodór Guðni Halldórsson. Arnór Svansson, Davíð Guðlaugsson og Styrmir Gauti Fjeldsted voru þegar komnir með samninga.

Stefnt er að því að festa fleiri leikmenn á næstunni en það er stefna okkar að gera mun betur en á síðasta sumri og til þess þurfum við að styrkja leikmannahópinn, segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild Njarðvíkur.