Nýjast á Local Suðurnes

Bardagaíþróttir undir eitt þak í september

Reykjanesbær áformar að koma bardagaíþróttum í Reykjanesbæ undir eitt þak. Unnið er að því í samvinnu við forsvarsmenn bardagadeildanna og gert er ráð fyrir að starfsemin geti farið að stað í byrjun september á nýjum stað.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar greindi frá stöðu mála á síðasta fundi Íþrótta- og tómstundaráðs sveitarfélagsins.