Nýjast á Local Suðurnes

Tvö fyrstu fimm stjörnu hótel landsins á Suðurnesjum – Sjáðu myndirnar!

Bláa lónið mun í haust opna nýtt fimm stjörnu hótel við heilsulind sína, hótelið mun bera nafnið Moss Hotel. Dýrasta herbergið, Bláa Lóns Svítan, mun kosta um 300 þúsund krónur á nóttina, en svítunni fylgir aðgangur að lóninu auk þess sem einkaþjónn fylgir herberginu. Ódýrustu herbergin verða á um 100 þúsund krónur.

Diamond Suites Hótel Keflavíkur, fyrsta fimm stjörnu hótel landsins, opnaði á síðasta ári, en þar er heldur ekkert til sparað og kostuðu endurbætur á hótelinu vel á fjórða hundrað milljónir króna. Dýrasta nóttin á þeim bænum kostar rétt tæplega milljón krónur og hefur fræga og ríka fólkið verið duglegt að nýta sér það kostaboð.

Bæði hótelin eru fyrstu fimm stjörnu gististaðir landsins og hér fyrir neðan má sjá myndir af Diamond Suites Hótel Keflavíkur, annars vegar og hins vegar tölvugerðar myndir af Moss Hoteli Bláa lónsins.

diamond suite1

 

diamond1

 

diamond2

 

diamond3

 

diamond4

 

blaalon

 

blaalon1

 

blaalon2

 

blaalon3

 

blaalon4