Nýjast á Local Suðurnes

Byggja 30 metra hátt mastur til að bæta neyðar- og öryggisfjarskiptakerfi

Neyðarlínan hefur óskað eftir heimild frá Grindavíkurbæ til að reisa 30 metra hátt stálmastur við hlið Hópsnesvita til að bæta neyðar- og öryggisfjarskiptakerfi. Auk þess sem öryggisfjarskiptakerfi Neyðrlínunnar bætist mun skapast möguleiki fyrir fjarskiptafyrirtæki að bæta farsíma- og netþjónustu.

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti byggingaráformin með fyrirvara um að settir verði skilmálar um jarðrask og frágang til að tryggja að umgengni á framkvæmdartíma verði til fyrirmyndar. Þá er tekið fram að fyrir liggi jákvæð umsögn Vegagerðarinnar og Samgöngustofu ásamt leyfi landeigenda.