Nýjast á Local Suðurnes

Margrét Guðrún Íslandsmeistari í hnefaleikum

Margrét Guðrún Svavarsdóttirfrá Hnefaleikafélagi Reykjaness varð í gær Íslandsmeistari í hnefaleikum. Margrét lagði Sigríði Bjarnadóttur úr HFA að velli í úrslitum í -75 kg. flokki. Mótið fór fram dagana 23. – 26. febrúar og var keppt í Mjölniskastalanum, nýrri og glæsilegri aðstöðu sem bardagaíþróttafélagið Mjölnir hefur nýlega sett upp við Flugvallaveg í Reykjavík.

Margrét Guðrún mætti vel undirbúin til leiks, eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.