Suðurnesin Covid-laus
Enginn sætir einangrun og enginn er í sóttkví á Suðurnesjum vegna Covid-19. Þetta má sjá á vef Landlæknis og Almannavarna, covid.is.
Staðan er almennt góð á landinu, en einungis níu einstaklingar eru í einangrum og átta í sóttkví á landinu öllu, samkvæmt fyrrnefndum vef.