Bjóða heitavatnslausum borgarbúum frítt í Vatnaveröld
Reykjanesbær býður íbúum í Hafnarfirði, Kópavogi, Álftanesi, Garðabæ, Norðlingaholti, Breiðholti, Hólmsheiði og Almannadal að nýta sér aðstöðu í vatnsleikjagarðinum Vatnaveröld án endurgjalds í næstu viku. Heitavatnslaust verður á þessum svæðum frá mánudagskvöldi til miðvikudags.
Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að íbúar bæjarins vilji endurgjalda sams konar boð þegar heitavatnslaust varð á Suðurnesjum í vetur þegar hraunrennsli rauf lögnina sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til íbúa á Suðurnesjum.
Mynd: Reykjanesbær