Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða heitavatnslausum borgarbúum frítt í Vatnaveröld

Reykjanesbær býður íbú­um í Hafnar­f­irði, Kópa­vogi, Álfta­nesi, Garðabæ, Norðlinga­holti, Breiðholti, Hólms­heiði og Al­manna­dal að nýta sér aðstöðu í vatns­leikjag­arðinum Vatna­ver­öld án end­ur­gjalds í næstu viku. Heita­vatns­laust verður á þess­um svæðum frá mánu­dags­kvöldi til miðviku­dags.

Í til­kynn­ingu frá Reykja­nes­bæ seg­ir að íbú­ar bæj­ar­ins vilji end­ur­gjalda sams kon­ar boð þegar heita­vatns­laust varð á Suður­nesj­um í vet­ur þegar hraun­rennsli rauf lögn­ina sem flyt­ur heitt vatn frá Svartsengi til íbúa á Suður­nesj­um.

Mynd: Reykjanesbær