Nýjast á Local Suðurnes

Spennan í hámarki þegar Njarðvík lagði Stjörnuna

Erlend og innlend lið hafa áhuga á að fá Hauk Helga í sínar raðir

Það var alvöru körfuboltaleikur í boði þegar Stjarnan tók á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld, Njarðvík vann leik­inn með þriggja stiga mun, eftir að Al’lonzo Co­lem­an hafði fengið tækifæri til að jafna leikinn af vítalínunni þegar sekúnda var eftir af leiknum.

Njarðvíkingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og höfðu í upphafi annars leikhluta náð tíu stiga forskoti, 25-15. Stjörnumenn náðu þó að minnka muninn fyrir leikhlé í sex stig, 31-37. Stjörnumenn komust svo í gang í þriðja leikhluta og náðu að snúa leiknum sér í vil og ná forystunni fyrir lokaleikhlutann, 53-49.

Lokamínútur leiksins voru svo æsispennandi, Njarðvíkingar höfðu þriggja stiga forystu þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en Stjörnumenn höfðu boltann, þeir grænklæddu brutu á besta manni Stjörnunnar, Al’lonzo Co­lem­an, í þriggja stiga skoti þegar aðeins ein sekúnda var eftir af leiknum, hann fór á vítalínuna og hafði tækifæri til að jafna leikinn, hann misnotaði hinsvegar öll skotin þrjú og leiktíminn rann út.

Hauk­ur Helgi Páls­son skoraði 20 stig og tók 8 fráköst fyrir Njarðvíkinga í leiknum, Jeremy Atkin­son gerði 16 og Maciej Stan­islav Bag­inski skoraði 11.