Nýjast á Local Suðurnes

Costco slær fríhafnarfyrirtækjum við í verðlagningu

Koma bandaríska verslunarrisans Costco til landsins hefur vart farið framhjá neinum, enda ótrúleg verð að finna í þessari stóru verslun. Fjöldi ábendinga um verð og verðmun hefur verið birtur í umræðum á Facebook, meðal annars í hópnum Keypt í Costco Ísl..

Þar er meðal annars að finna umræður um verðmuninn í Costco og verslunum á fríhafnarsvæðinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meðal annars eru tekin dæmi um verð á dagkremi frá Elizabeth Arden, en þar var verðmunurinn um 1.500 krónur. Þá er í umræðunum einnig að finna dæmi um Canon myndavél, sem kostar tæplega 104.000 krónur í Elko í fríhöfninni, en tæpar 85.000 krónur í Costco. Ekki er greiddur virðisaukaskattur af vörum  sem seldar eru á fríhafnarsvæðinu.