Nýjast á Local Suðurnes

Á batavegi eftir torfæruslys: “Getum ekki með nokkru móti þakkað ykkur nægilega vel fyrir!”

Myndir: Jamil racing og Brynja Rut

Atli Jamil Ásgeirsson, trorfæruökumaður, sem velti bíl sínum í torfærukeppni, sem fram fór í námunum við Stapafell um helgina með þeim afleiðingum að sjúkrabíll þurfti að flytja hann á sjúkrahús, segist þakklátur öllum þeim sem komu að aðgerðum eftir slysið. Atli Jamil er á batavegi, en meiðslin voru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Aflýsa þurfti keppninni eftir slysið.

“Það er dýrmætt fyrir okkur torfæruáhugamenn og keppendur að eiga svona flott teymi í kringum okkur og get ég fullvissað ykkur um það að staðið var mjög vel að björguninni og passað vel uppá sérhvert smáatriði.” Segir Atli á Facebook-síðu Jamil Racing. “Fyrst og fremst viljum við þakka servis-liði okkar, Akstursíþróttafélag Suðurnesja AIFS, sjúkraflutningamönnunum, björgunarsveitarfólkinu, starfsmönnum, Fjölni, Evu og öllum þeim sem komu að einhverjum hætti að því að koma Atla heilum og höldnum uppá sjúkrahús. Við getum ekki með nokkru móti þakkað ykkur nægilega vel fyrir!” Segir í Facebook-færslunni, sem finna má í heild sinni hér fyrir neðan.

Myndband af atvikinu má finna hér.