Nýjast á Local Suðurnes

GÓ gerir hjólastíg

Bæjarráð sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að taka tilboði GÓ verk ehf. í gerð hjólastígs á Vatnsleysuströnd.

Tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á 47.181.535 og er 62,84% af kostnaðaráætlun. Byggingarfulltrúi sveitarfélagsins lagði fram álit á fundi bæjarráðs hvar fram kemur að fyrirtækið hafi lagt fram fullnægjandi gögn um getu sína til að vinna verkið.