Haustið skellur á af þunga næstu daga – Vætu- og vindasamt

Veðurstofan varar við hverri lægðinni á fætur annarri næstu daga og að þeim kunni að fylgja mikil úrkoma, einkum suðvestanlands.
Samkvæmt spá Veðurstofunnar mun verða sunnanátt, víða 10-18 m/s, hvassast vestast. Súld eða rigning, en bjart með köflum NA-til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast NA-lands. Vaxandi suðaustanátt í kvöld, 15-23 í nótt, hvassast við SV-ströndina. Lægir á morgun, sunnan 8-13 síðdegis. Áfram vætusamt, einkum á sunnanverðu landinu, en úrkomulítið fyrir norðan.