Nýjast á Local Suðurnes

Trampólín- og tunnufjúkveður í kortunum

Veðurstofan spáir vax­andi suðvestanátt á landinu og mun vindaspáin gera ráð fyrir 15-25 m/​s og tals­verðri rign­ingu á morg­un, föstudag.

Veður­spá­in fyr­ir næstu daga

Á föstu­dag:
Suðvest­an 15-23 m/​s, hvass­ast NV-lands og tals­verð rign­ing S- og V-lands, en úr­komu­lítið NA-til. Dreg­ur úr vætu und­ir kvöld. Hiti 3 til 10 stig, hlýj­ast syðst.

Á laug­ar­dag:
Norðvest­an 8-15 m/​s og skúr­ir eða él á N- og A-landi, en ann­ars létt­skýjað. Hiti 0 til 9 stig, mild­ast með S-strönd­inni.

Á sunnu­dag:
Vest­læg átt, 5-10 m/​s og létt­skýjað víða um land. Hiti 1 til 6 stig að deg­in­um, en fryst­ir víða um kvöldið.

Á mánu­dag:
Geng­ur í sunn­an­hvassviðri með tals­verðri rign­ingu og hlýn­andi veðri, en vest­læg­ari og skúr­ir um kvöldið og kóln­ar aft­ur.

Á þriðju­dag:
Vest­læg átt og skúr­ir, en létt­ir til eystra.

Á miðviku­dag:
Útlit fyr­ir vax­andi austanátt með rign­ingu eða slyddu.