Trampólín- og tunnufjúkveður í kortunum

Veðurstofan spáir vaxandi suðvestanátt á landinu og mun vindaspáin gera ráð fyrir 15-25 m/s og talsverðri rigningu á morgun, föstudag.
Veðurspáin fyrir næstu daga
Á föstudag:
Suðvestan 15-23 m/s, hvassast NV-lands og talsverð rigning S- og V-lands, en úrkomulítið NA-til. Dregur úr vætu undir kvöld. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast syðst.
Á laugardag:
Norðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él á N- og A-landi, en annars léttskýjað. Hiti 0 til 9 stig, mildast með S-ströndinni.
Á sunnudag:
Vestlæg átt, 5-10 m/s og léttskýjað víða um land. Hiti 1 til 6 stig að deginum, en frystir víða um kvöldið.
Á mánudag:
Gengur í sunnanhvassviðri með talsverðri rigningu og hlýnandi veðri, en vestlægari og skúrir um kvöldið og kólnar aftur.
Á þriðjudag:
Vestlæg átt og skúrir, en léttir til eystra.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir vaxandi austanátt með rigningu eða slyddu.