Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar fá öflugan kana – Lék með Pheonix Suns í sumardeildinni

Grindavík hefur samið við nýjan Bandaríkjamann og varð Charles “Chuck” Garcia fyrir valinu. Garcia lék með Aaron Broussard sem Grindvíkingar ættu að kannast við, í Seattle háskólanum árið 2010 og hætti ári fyrr þar sem honum var gefið rækilega undir fótinn með að verða valinn í NBA nýliðavalinu.

Chuck þessi hefur meðal annars spilað í sumardeildinni með Pheonix Suns.  það er Karfan.is sem greinir frá en þar er einnig að finna myndband af kappanum.

Garcia var hinsvegar aldrei valin í NBA og hefur hann flakkað á milli deilda bæði í og utan Evrópu, þar á meðal ACB deildini á Spáni og núna síðast í S-Kóreu, einmitt í sama liði og Eric Wise fyrrum leikmaður UMFG spilar með núna.

Garcia er 2,06  á hæð og rúm 100 kg. a’ þyngd.