Slappir KR-ingar völtuðu yfir lélega Grindvíkinga

Charles Garcia og Jón Axel Guðmundsson skoruðu yfir helming stiga Grindvíkinga þegar liðið heimsótti KR-inga í Dóminos-deildinni í körfuknattleik. Jón Axel var þó eins og flestir Grindvíkinga langt frá sínu besta. KR-ingar áttu engan stjörnuleik í kvöld en höfðu þó 19 stiga sigur á arfaslöppu Grindavíkurliði, 79-60.
Staðan í hálfleik var jöfn, 38-38, og var það fínn fyrsti leikhluti sem hélt Grindvíkingum inn í leiknum, en þeir skoruðu 25 stig í honum, 13 stig í öðrum leikhluta, 14 í þeim þriðja og einungis 8 stig litu dagsins ljós frá Grindvíkingum í lokaleikhlutanum. Grindvíkingar eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og verða að gera mun betur ef þeir ætla að ná þangað.
Charles Wayne Garcia Jr. gerði 21 stig, Jón Axel Guðmundsson 14 og Ómar Örn Sævarsson skoraði 12 stig og tók 14 fráköst. Þessir þrír skoruðu því 47 af 60 stigum liðsins í leiknum.
Tölfræði leiksins má finna hér.