Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar í úrslitakeppnina eftir sigur á Njarðvík

Erlend og innlend lið hafa áhuga á að fá Hauk Helga í sínar raðir

Grindvíkingar þurftu að sigra Njarðvíkinga í Mustad-Höllinni í kvöld auk þess sem þeir þurftu að treysta á að Þór ynni Snæfell til þess að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Grindvíkingar gerðu það sem til þurfti og lögðu Njarðvíkinga 100-85 og Snæfell tapaði fyrir Þór. Þar með fengu Grindvíkingar sæti í úrslitakeppninni.

Grindvíkingar léku vel í kvöld og það var allt annað að sjá til liðsins en í undanförnum leikjum, Chuck var öflugur og áttu Njarðvíkingar erfitt með að stoppa hann. Þá átti Ómar Örn Sævarsson flottan leik.

Ekkert varð af endurkomu Stefan Bonneau, en fjölmargir Njarðvíkingar lögðu leið sína til Grindavíkur í þeirri von að sjá kappann spila þó ekki væri nema nokkrar mínútur.

Jeremy Martez Atkinson skoraði 28 stig fyrir Njarðvíkinga og tók 17 fráköst, Haukur Helgi Pálsson skoraði 20 stig og Adam Eiður Ásgeirsson 13.

Þorleifur Ólafsson skoraði 27 stig fyrir Grindvíkinga, Charles Wayne Garcia Jr. átti fínan leik og skoraði 21 stig og Ómar Örn Sævarsson átti frábæran fyrri hálfleik, skoraði 20 stig og tók 10 fráköst.