Nýjast á Local Suðurnes

Breytingar á rekstri Isavia um áramót

Til stend­ur að skipta Isa­via í þrennt um ára­mót. Mun móður­fé­lagið sjá um rekst­ur Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og stoðdeild­ir, en dótt­ur­fé­lög verða stofnuð um inn­an­lands­flug­velli og flug­leiðsögu­kerfi á Norður-Atlants­hafi.

RÚV grein­ir frá þessu og hef­ur eft­ir Svein­birni Indriðasyni, for­stjóra Isa­via, að þrjár ólík­ar kjarna­ein­ing­ar séu nú inn­an Isa­via.  Þær séu rekst­ur inn­an­lands­flugs, sem sé að mestu fjár­magnaður af rík­inu og sé í raun al­menn­ings­sam­göngu­kerfi. Flug­leiðsag­an yfir Norður-Atlants­hafið byggi svo á milli­ríkja­samn­ingi sem tryggi sveiflu­jöfn­un á hagnaði og tapi og í þriðja lagi sé síðan rekst­ur Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, sem sé í miklu sam­keppn­is­um­hverfi.