Nýjast á Local Suðurnes

Karlmaður á sextugsaldri tekinn með 107 poka af kannabisefnum

Lögreglan á Suðurnesjum fann mikið magn af kannabisefnum í húsleit sem gerð var að fenginni heimild í íbúðarhúsnæði í vikunni. Um var að ræða efni í 107 svokölluðum smelluláspokum. Einnig voru efni í fleiri ílátum í húsnæðinu.

Húsráðandi, karlmaður á sextugsaldri, var handtekinn vegna málsins. Hann játaði eign sína á hluta efnanna en kvaðst vera að geyma hluta fyrir annan. Hann er, auk vörslunnar, grunaður um dreifingu og sölu fíkniefna.

Í tilkynningu minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri  upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri á Facebook – síðu lögreglunnar á Suðurnesjum: https://www.facebook.com/lss.abending/