Nýjast á Local Suðurnes

Bæjarráð leggst gegn rekstri gistiheimila á íbúðasvæðum

Bæjarráð Reykjanesbæjar leggst gegn því að rekstur gistiheimila verði heimilaður á svæðum sem skilgreind eru sem íbúðasvæði í skipulagi bæjarins og var tveimur umsóknum um slík leyfi hafnað af ráðinu á fundi þess í morgun.

Umsóknir bárust um leyfi til að reka gististaði í flokki II, sem eru gististaðir án veitinga, við Faxabraut og Nónvörðu.

Byggingarfulltrúi Reykjanesbæjar og Brunavarnir Suðurnesja lögðu fram umsagnir um umsóknirnar.