Nýjast á Local Suðurnes

Leikstjórnandi Njarðvíkur fær reisupassann

Leikstjórnandinn Evaldas Zabas hefur leikið sinn síðasta leik fyrir úrvalsdeildarlið Njarðvíkur í körfuknattleik. Zabas þótti ekki standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar og samkvæmt frétt á Karfan.is virðist sem slakur leikur hans gegn Keflavík um síðustu helgi hafa gert útslagið.

Zabas skoraði 12 stig og sendi 3 stoðsendingar að meðaltali í þremur fyrstu leikjum Njarðvíkur á tímabilinu. Unnið er að því að finna liðinu nýjan leikstjórnanda.