Nýjast á Local Suðurnes

1-1 hjá Njarðvík og Stjörnunni – Bonneau fór meiddur af velli

Stjarnan jafnaði einvígið gegn Njarðvík með 12 stiga sigri í kvöld, 70-82, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfuknattleik.

Njarðvíkingar höfðu forystu í hálfleik, 38-32 en góður 3. leikhluti hjá Stjörnumönnum lagði grunninn að sigrinum í kvöld. Haukur Helgi Pálsson var langbestur Njarðvíkinga í kvöld, hann skoraði 26 stig, Oddur Rúnar skoraði 13. Bekkurinn hjá Njarðvíkingum skilaði einungis fjórum stigum í kvöld og komu þau öll frá Ólafi Helga Jónssyni.

Stefan Bonneau lék tæplega fjórar mínútur í kvöld en fór meiddur af leikvelli. Hann náði ekki að skora sín fyrstu stig á þessu tímabili en hann tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu. Þegar þetta er ritað er ekki ljóst hversu alvrleg meiðsli Bonneau eru.