Nýjast á Local Suðurnes

Bandarískir sjóliðar hreinsuðu fjöruna við Reykjanesvita

Bandarískir sjóliðar af herskipi sem statt er í Reykjavík vildu ólmir leggja sitt af mörkum við hreinsun strandlengjunnar á meðan á dvöl þeirra stendur hér á landi. Haft var samband við Tómas Knútsson hjá Bláa hernum, sem kom 25 sjóliðum að verki í fjöruhreinsun, með aðstoð nokkurra fyrirtækja af Suðurnesjum.

Fjaran við Reykjanesvita varð fyrir valinu að þessu sinni og lögðu Hópferðir Sævars verkefninu lið og komu mönnum á staðinn og Sigurjónsbakarí útvegaði mannskapnum hressingu á meðan á hreinsuninni stóð. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var af nógu að taka og afraksturinn var stútfull kerra af rusli sem Blái herinn sá um að farga á viðeigandi stað.

hreinsun sjolidar2

hreinsun sjolidar3