Hvetja fólk til að leggja ferðavögnum á lóðir grunnskóla
Mikil hætta getur skapast þar sem ferðavögnum (hjólhýsum, felihýsum, húsbílum o.þ.h.) er lagt í íbúðahverfum þar sem að margir þessara vagna eru stórir og byrgja sýn ökumanna. Íbúar eru því hvattir til að leggja á lóðum grunnskólana.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar, þar segir að heimilt sé að leggja ferðavögnum á lóðum grunnskóla sveitarfélagsins frá 15. júní til 8. ágúst.
Lóðir grunnskóla Reykjanesbæjar má finna hér