Smári McCarthy efstur hjá Pírötum – Þórólfur sagði sig af listanum

Smári McCarthy mun leiða lista Pírata í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara í lok október. Álfheiður Eymarsdóttir mun skipa annað sætið og Fanný Þórsdóttir það þriðja.
Tveir sögðu sig af listanum, eftir að kosningunni lauk, Þórólfur Júlían Dagsson sem lenti í þriðja sæti, en hann hyggst bjóða sig fram til að leiða lista Pírata í sveitarstjórnarkosningum næsta vor í Reykjanesbæ. Hinn er Sigurður Ágúst Hreggviðsson úr Árborg.