Nýjast á Local Suðurnes

Sólborg Guðbrandsdóttir er upprennandi söngkona – Myndband!

Sólborg Guðbrandsdóttir, ung og upprennandi söngkona úr Keflavík, sendi frá sér þetta flotta lag, sem er að finna hér fyrir neðan, á dögunum. Upprunalega kemur lagið úr smiðju breska söngvarans Calum Scott, en útgáfa þeirra Sólrúnar og Jóhanns Viðars, sem aðstoðaði við upptökuna er ekki síðri og hefur meðal annars fengið spilun á Bylgjunni.

Sólborg hefur ekki langt að sækja hæfileikana, en hún er dóttir Guðbrands Einarssonar, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, sem einnig er liðtækur í tónlistinni.