Nýjast á Local Suðurnes

Arnar Dór með nýtt lag

Stórsöngvarinn og Suðurnesjamaðurinn Arnar Dór hefur gefið út nýtt lag, Carolyn. Lagið er samið af öðrum Suðurnesjamanni, Gunnari Inga Guðmundssyni, og er aðgengilegt á streymisveitunni Spotify.

Textann við lagið samdi Erin Brassfield Bourke og upptökur annaðist þriðji Suðurnesjamaðurinn, Svenni Björgvins.

Lagið má finna hér: https://open.spotify.com/album/1Onb54IAk3vtVE3pgCZ04u?highlight=spotify:track:1LYdAemom0qu0VyRDQqvYB