Nýjast á Local Suðurnes

Buðu björgunarsveitarfólki í mat

Það hefur verið töluvert álag á björgunarsveitarfólki í nótt og dag vegna veðurofsans sem gengið hefur yfir svæðið en björgunarsveitir voru komnar af stað um klukkan fjögur í nótt.

Eigendur verslunarinnar í Vogum gerðu sér grein fyrir álaginu sem þessu fylgir og buðu félögum í Björgunarsveitinni Skyggni upp á hressingu í hádeginu. Björgunarsveitarfólk í Vogum verður því vel í stakk búið til að takast á við átökin það sem eftir lifir dags.