Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara í fjórða sæti – Fær um fimm milljónir króna í verðlaun

Mynd: Instagram/Sara Sigmundsdottir

Ragn­heiður Sara Sigmundsdóttir endaði í fjórða sæti á Heimsleikunum í crossfit, sem fram fóru í Wisconsin í Bandaríkjunum um helgina. Ragnheiður Sara hafði tvö árin þar á undan lent í þriðja sæti.

Keppnin var með örlítið breyttu sniði í ár, en alls var keppt í 13 grein­um á fjór­um dög­um í ein­stak­lingskeppni kvenna en í fyrra voru grein­arn­ar 15 á fimm dög­um.

Ragnheiður Sara fær um 4,8 milljónir íslenskra króna fyrir fjórða sætið auk aukaverðluna fyrir sæti í einstökum greinum, en hún sigraði eina grein og lenti í þriðja sæti í þremur.