Nýjast á Local Suðurnes

Fjöldi stuðningsmanna fylgir Söru á Heimsleikana – Hægt að sjá nær alla keppnina í beinni!

Ragnheiður Sara á verðlaunapalli - Mynd: Berglind Sigmundsdóttir

Heimsleikarnir í crossfit hefjast þann 3. ágúst næstkomandi, en leikarnir eru haldnir í Madison, Wisconsin og standa yfir til og með 6. ágúst. Njarðvíkingurinn Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður á meðal þátttakenda á leikunum eins og undanfarin ár og fylgja henni um 30 stuðningsmenn frá Crossfit Suðurnes sem munu án efa láta vel í sér heyra á pöllunum.

Skipuleggjendur leikanna tilkynntu nýverið um samninga við Facebook og CBS sjónvarpsstöðina, sem gerir þeim sem heima sitja auðveldara um vik að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu endurgjaldslaust. CBS Sports Digital mun senda út um 40 klukkustundir í beinni útsendingu á heimasíðu sinni og í gegnum app sitt. Þá mun mikið af efni verða sent út beint með Facebook-Live. Nánari upplýsingar um þetta má nálgast hér.