Nýjast á Local Suðurnes

Yfir milljón manns fylgja Ragnheiði Söru á samfélagsmiðlunum

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð í dag fjórði Íslendingurinn til að ná yfir milljón fylgjendum á samfélagsmiðlinum Instagram. Auk fylgjendanna á Instagram er Ragnheiður Sara með yfir 200.000 fylgjendur á Facebook. Aðeins kraftajötuninn Hafþór Júlíus, Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í crossfit og Björk Guðmundsdóttir hafa náð þessum áfanga.

Ragnheiður Sara fagnar þessu í færslu á Instagram, en færsluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.