Nýjast á Local Suðurnes

Framkvæma fyrir tvo milljarða án lántöku

Grindavíkurbær mun standa fyrir um tveggja milljarða króna framkvæmdum á næstu fjórum árum samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Engin lán verða tekin vegna framkvæmdanna.

Fjármögnun framkvæmda og afborgana af langtímalánum, á þessu 4 ára tímabili, mun að mestu verða með veltufé þessara ára, segir á vef sveitarfélagsins. Helstu framkvæmdir verða ný félagsaðstaða fyrir eldri borgara, nýr leikskóli verður byggður, byggt verður við Hópsskóla auk þess sem byggð verður tengibygging milli Hóps og stúku. Þá verða gatnamkvæmdir fyrirferðamiklar, en áætlað er að setja rúmlega 430 milljónir króna í þann málaflokk.