Nýjast á Local Suðurnes

Bæta við 137 ferðum til Íslands í sumar

Þýska flugfélagið Lufthansa mun bæta við við fjölda brottfara frá tveimur stærstu flugvöllum Þýskalands, Munchen og Frankfurt, en í heildina verða viðbótarferðirnar 137 frá maí og fram í október.

Á sama tíma og Lufthansa bætir í flugið til Keflavíkurflugvallar þá hefur orðið samdráttur á flugi milli Íslands og Þýskalands. Vegur þar þyngst brotthvarf Airberlin sem varð gjaldþrota í vetur en einnig munar um að Eurowings, dótturfélag Lufthansa, hefur fækkað ferðum hingað, segir á vef túrista.is, sem greinir frá þessu.