Nýjast á Local Suðurnes

Aron til Grindavíkur og Ísak Óli framlengir við Keflavík

Grindvíkingar hafa fengið til sín nýjan leikmann fyrir komandi baráttu í Pepsi-deildinni í sumar, en það er miðjumaðurinn Aron Jóhannsson sem kemur til liðsins frá Haukum. Aron skrifaði undir 3 ára samning við liðið, en hann er fæddur árið 1994 og hefur leikið bæði með U17 og U19 ára landsliðum Íslands.

Þá hefur Ísak Óli Ólafsson, efnilegasti leikmaður Keflavíkur 2017, framlengt samning sinn við Keflavík til þriggja ára. Ísak sem verður 18 ára á árinu hefur leikið 10 landsleiki fyrir U17 ára lið Íslands og 1 leik með U19 ára liði.