Nýjast á Local Suðurnes

Þróttarar töpuðu úrslitaleik 4. deildar eftir spennandi vítaspyrnukeppni

Þróttarar úr Vogum töpuðu úrslitaleik 4. deildar gegn eftir æsispennandi leik gegn Vængjum Júpíters sem urðu því meistarar 4. deildar karla. Bæði lið munu þó leika í 3. deild næsta sumar.

Þróttarar komust yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Andra Gíslasyni en Atli Hjaltested jafnaði leikinn fyrir Vængina skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma. Framlengingin var markalaus en Hafþór Ægir Vilhjálmsson, leikmaður Þróttar, fékk rautt spjald undir lokin.

Í vítaspyrnukeppninni var skorað úr átta fyrstu spyrnunum þar til Haukur Hinriksson brenndi af fyrir Þróttara.