Nýjast á Local Suðurnes

Bráðabirgðahúsnæði nýs skóla að verða klárt – Verður settur þann 22. ágúst

Frá byggingu tímabundins húsnæðis Stapaskóla

Skólasetning í nýjum skóla við Dalsbraut í Innri-Njarðvík verður þriðjudaginn 22. ágúst og hefst klukkan 12. Framkvæmdir við byggingu 620 fermetra bráðabirgðahúsnæðis ganga vel og mun kennsla hefjast í hinum nýja skóla á tilsettum tíma, þann 24. ágúst.

Nýi skólinn við Dalsbraut er ætlaður fyrir þá nemendur sem búa ofan Urðarbrautar og á Dalsbraut í Dalshverfi og eru í 1. – 3. bekk.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við sjálft skólahúsnæðið hefjist eftir áramót þegar hönnun er lokið og útboð hefur farið fram.

Skólinn við Dalsbraut er skipaður starfsfólki frá Akurskóla, en allar upplýsingar um hinn nýja skóla má finna á heimasíðu Akurskóla.