Nýjast á Local Suðurnes

Boxkvöld í Keflavík – Blóð, sviti og tár í gömlu sundhöllinni – Myndband!

Margir af helstu bardagamönnum á Íslandi í dag munu mætast í hringnum í gömlu sundmiðstöðinni í Keflavík næstkomandi föstudagskvöld, en þá fer fram hin árlega hnefaleikakeppni Hnefaleikafélags Reykjaness, “Boxkvöld í Keflavík”. Miðaverð í forsölu er aðeins 1.500 krónur en búast má við miklum fjölda áhorfenda á mótið og því öruggara að tryggja sér miða í tíma. Miðaverð við innganginn er 2.000 krónur. Hægt er að tryggja sér miða með því að smella hér.

Fjörið hefst klukkan 18 og stendur fram eftir kvöldi.

Mótið var síðast haldið í apríl á síðasta ári og þá mættu keppendur meðal annars frá Hnefaleikafélagi Akraness, Hafnafjarðar, Reykjavíkur og Kópavogs til leiks á mótinu og er óhætt að segja að kvöldið hafi verið eftirminnilegt, enda hart barist og vel tekist á eins og sjá má á myndbandi sem tekið var á síðasta boxvöldi.