Nýjast á Local Suðurnes

KFR tók Víði í kennslustund í fótbolta – Reynir með sigur á Kára

Víðismenn voru teknir í kennslustund í knattspyrnu í kvöld, þegar liðið mætti KFR á Hvolfsvelli. 6-1 urðu lokatölur leiksins, en lið KFR hafði náð að skora fjögur mörk gegn engu fyrir leikhlé.

Fyrir leikinn höfðu Víðismenn aðeins tapað einum leik í deildinni, en lið KFR er í fallbaráttu. Víðismenn eru þó enn í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Tindastól.

Reynismenn skutust upp í fjórða sæti deildarinnar, en liðið lagði Kára að velli í kvöld með tveimur mörkum gegn einu, eftir að hafa lent undir snemma leiks. Bergþór Ingi og Róbert Freyr tryggðu Reynismönnum stigin þrjú með mörkum í síðari hálfleik.