Nýjast á Local Suðurnes

Tap hjá Njarðvíkingum á Seltjarnarnesi

Tímabilið virðist ætla að taka svipaða stefnu hjá Njarðvíkingum og undanfarin ár, en eftir góða byrjun hefur slaknað á góða genginu og liðið hefur ekki unnið leik í rúman mánuð. Síðan 30. maí hefur liðið gert tvö jafntefli og tapað þremur leikjum. Njarðvíkingar heimsóttu Gróttu á Seltjarnarnes í kvöld og töpuðu með tveimur mörkum gegn einu.

Grótta byrjaði mun betur gegn Njarðvík í kvöld og uppskáru tvö mörk með stuttu millibili, það fyrra á 11. mínútu og það síðara fimm mínútum síðar, 2-0 í hálfleik. Róðurinn var því þungur í síðari hálfleik gegn sterku liði Gróttu, Njarðvíkingar náður þó að klóra í bakkann og minnkuðu muninn með marki Harrison Hanley á 57. mínútu.

Njarðvíkingar eru í áttunda sæti deildarinnar eftir tapið, en næsti leikur liðsins er á laugardag gegn botnliði KF á Ólafsfjarðarvelli.