Nýjast á Local Suðurnes

Tindastóll hafði betur í Keflavík

Tindastólsmenn höfðu forystu nær allan leikinn þegar þeir lögðu Keflvíkinga að velli í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfuknattleik sem fram fór í TM-Höllinni í Keflavík í kvöld, tíu stig skildu liðin að þegar lokaflautið gall, en Keflvíkingar höfðu náð að setja smá spennu í leikinn þegar þeir náðu að minnka muninn í tvö stig þegar skammt var til leiksloka.

Hlutskipti liðanna hefur verið ólíkt í undanförnum vikum, en Tindastólsmenn hafa ekki tapað leik síðan í janúar á meðan Keflvíkingar hafa átt erfitt uppdráttar síðari hluta mótsins.

Reggie Dupree var stigahæstur Keflvíkinga í kvöld með 17 stig, Jerome Hill skoraði 15 og Guðmundur Jónsson 14.