Nýjast á Local Suðurnes

Slakur varnarleikur felldi Keflvíkinga gegn Tindastóli

Slappur varnarleikur varð Keflvíkingum að falli í tapi liðsins gegn Tindastólsmönnum í Dominos-deildinni í körfuknattleik í kvöld. liðið tapaði með fjögurra stiga mun, 82-86 eftir að hafa verið 24 stigum undir í leikhléi. Eftir tapið í kvöld eiga Keflvíkingar ekki möguleika á að ná toppsætinu í deildinni af KR-ingum fyrir úrslitakeppnina.

Þrátt fyrir að Tindastóll hafi haft öruggt forskot nær allan leikinn náðu Kefl­vík­ing­ar að minnka mun­inn niður í 3 stig með vít­um frá Jerome Hill fyrr­um leik­manni Tinda­stóls þegar nokkrar sekúndur voru eftir en nær komust þeir ekki að þessu sinni.

Jerome Hill var stigahæstur Keflvíkinga með 20 stig, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 15 og Guðmundur Jónsson 14. Tölfræðina úr leiknum má finna hér.