Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn á heimavelli í dag

Njarðvíkingar, sem þegar hafa tryggt sér sæti í Inkasso-deildinni á næsta tímabili, taka á móti Knattspyrnufélagi Vesturbæjar á Njarðtaksvellinum í dag, en liðið getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri í leiknum. Leikurinn í dag er síðasti heimaleikur liðsins á tímabilinu.

Leikur liðanna fyrr í sumar var sannkallað augnakonfekt, en hvorki fleirri né færri en 10 mörk litu dagsins ljós í þeim leik, sem lauk með sigri Njrðvíkinga 4-6. Það má því búast við mikilli skemmtun á Njarðtaksvellinum frá klukkan 14 í dag.