Nýjast á Local Suðurnes

Sækja horfin reiðhjól við híbýli hælisleitenda

Töluvert hefur verið um þjófnaði á reiðhjólum í Reykjanesbæ undanfarin misseri, en mikill fjöldi fólks á Suðurnesjum hefur greint frá þjófnuðum á reiðhjólum á samfélagsmiðlunum undanfarna daga. Þá hafa fjölmargir greint frá því að reiðhjól, sem stolið hafi verið, hafi fundist við híbýli hælisleitenda á vegum Útlendingastofnunnar á Ásbrú.

Útlendingastofnun hefur komið um 40 flóttamönnum fyrir í húsnæði, sem áður var gistiheilili, á Ásbrú. Mögulegt er að koma um 50 manns í viðbót fyrir, en stofnunin hefur tekið á leigu allt húsnæði Airport-inn gistiheimilisins, sem getur hýst um 90 manns.