Nýjast á Local Suðurnes

Guðni heldur utan í nám – Isavia auglýsir eftir upplýsingafulltrúa

Isavia hefur auglýsir eftir starfsmanni í stöðu upplýsingafulltrúa fyrirtækisins, en Guðni Sigurðsson, núverandi upplýsingafulltrúi hefur ákveðið að hætta störfum og halda erlendis í frekara nám.

Guðni, sem hefur starfað á markaðsdeild Isavia undanfarin sex ár, sagði tímann hjá Isavia hafa verið mjög skemmtilegan, í spjalli við Suðurnes.net, en nú væri rétti tíminn til að halda utan í nám og auka við þekkingu sína í samskiptum og miðlun upplýsinga.

“Ég er búinn að vera hjá Isavia í sex ár. Hóf störf í júní 2011 og þá tímabundið sem innanhúss fréttamaður. Það var mjög skemmtilegt og ég kynntist starfseminni vel því ég ferðaðist um landið og tók viðtöl við starfsfólk. Svo varð ég vefstjóri, því næst verkefnastjóri í markaðsdeild og svo fyrir rúmum tveimur árum upplýsingafulltrúi. Nú ætla ég að skella mér í samskiptum og miðlun upplýsinga, svona þessu sem ég hef unnið við undanfarin ár.” Sagði Guðni.

Starf upplýsingafulltrúa Isavia er fjölbreytt, en viðkomandi annast meðal annars öll samskipti við fjölmiðla og kemur að mótun samskiptaáætlunar félagsins, annast gerð fréttatilkynninga, greinaskrif á innri og ytri vef félagsins og kemur að skipulagningu funda, ráðstefna, segir í auglýsingu um starfið.

Áhugasamir geta skoðað starfslýsingu og hæfniskröfur hér.