Nýjast á Local Suðurnes

Hafnargata fær andlitslyftingu

Framkvæmdir standa yfir á Hafnargötu í Reykjanesbæ um þessar mundir, en unnið er að því að skipta út hellum fyrir malbik á milli Skólavegar og Tjarnargötu.   Hellulagðir kaflar við gatnamót á þessum kafla munu þó halda sér, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

Hluta götunnar hefur þegar verið lokað fyrir bílaumferð, en gangandi vegfarendur hafa ótakmarkaðan aðgang að verslunargötunni.

Viðeigandi merkingar og hjáleiðir hafa verið settar upp, en gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki þann 12. júlí næstkomandi.