Nýjast á Local Suðurnes

Vilja að ríkið geri upp 90 milljóna króna hallarekstur

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum leggur áherslu á að tryggðar séu öruggar og hagkvæmar almenningssamgöngur á milli þéttbýliskjarna á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðisins, sambandið sá um skipulagningu almenningssamgangna á Suðurnesjum frá árinu 2012 samkvæmt samningi við Vegagerðina en halli af verkefninu er rúmar 90 milljónir króna og er tilkominn vegna einhliða ákvörðunar ríkisvaldsins á uppsögn á einkaleyfi á akstri milli FLE og höfuðborgarsvæðisins.

Aðalfundur SSS var haldinn á dögunum og þar var skorað á ríkisvaldið að bregðast við með því að gera upp hallareksturinn og tryggja góðar almenningssamgöngur á Suðurnesjum.