Nýjast á Local Suðurnes

Enduðu á ljósastaur og gangbrautarljósum eftir árekstur

Árekstur varð á Hringbraut í Keflavík í fyrradagdag, þegar bifreið var ekið í veg fyrir aðra með þeim afleiðingum að þær enduðu á ljósastaur, gangbrautarljósum og vegvísi. Ökumennirnir voru einir í bifreiðunum og sluppu án meiðsla.

Áður hafði orðið umferðarslys á Njarðvíkurvegi þegar bifreið var ekið inn á frárein með þeim afleiðingum að hún hafnaði á ljósastaur. Ökumaðurinn slapp ómeiddur.