Nýjast á Local Suðurnes

Með ónýtar og óskráðar kerrur í eftirdragi

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðastliðnum dögum stöðvað sex ökumenn sem óku á negldum dekkjum í rigningunni. Brot af þessu tagi er dýrt spaug því greiða þarf fimm þúsund krónur í sekt fyrir hvert neglt dekk undir bílnum eftir 15. apríl.

Þá hefur lögreglan nú vakandi auga með útbúnaði eftirvagna svo sem hjól – og tjaldhýsa þar sem umferð þeirra fer vaxandi þessa dagana. Í ljós hefur komið að ýmsu getur verið ábótavant svo sem ljósabúnaði, framlengingu á hliðarspeglum og tengibúnaði. Í tveimur tilvikum voru ökumenn með kerrur í eftirdragi sem ekkert erindi áttu út á vegina þar sem önnur var óskráð en hin ónýt.

Þeim sem hyggja á ferðalög með eftirvagna er bent á að hafa alla öryggisþætti í lagi áður en lagt er af stað.