Nýjast á Local Suðurnes

Þrjú ný smit á Suðurnesjum og tæplega 200 í sóttkví

Alls greindust 87 einstaklingar smitaðir á landinu öllu í gær, en þar af voru þrjú á Suðurnesjum. Það eru þv 22 einstaklingar eru í einangrun á svæðinu vegna Covid 19 smita.

Þetta má sjá á vef landlæknis og Almannavarna, covid.is, en þar kemur einnig fram að 183 einstaklingar séu nú í sóttkví á Suðurnesjum, sem er fjölgun um rúmlega 100 á tveimur dögum.