Nýjast á Local Suðurnes

Starfsmaður Heiðarskóla smitaður – Tveir bekkir og 6 starfsmenn í sóttkví

Starfsmaður í Heiðarskóla hefur greinst með Covid smit og er það er krafa smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis að öll börn í 1. og 2. bekk ásamt 6 starfsmönnum fari í sóttkví frá og með 6.október þar til niðurstaða úr skimun liggur fyrir. 

Frá þessu er greint á vefsíðu skólans, en þar segir einnig að komi engin smit upp í skimun mæta allir í skólann á mánudaginn í næstu viku. 

“Við höfum farið í einu og öllu eftir tilmælum smitrakningarteymis og unnið eftir því verklagi sem þeir setja okkur.” Segir einnig.