Nýjast á Local Suðurnes

Undirskriftasöfnun gegn borunum í Eldvörpum

Hafin er alþjóðleg undirskrifasöfnun á vefsvæði Avaaz þar sem skorað er á HS Orku og Grindavíkurbæ að hætta við áform um rannsóknarboranir og jarðhitavinnslu í Eldvörpum á Reykjanesi, þetta kemur fram í grein sem náttúruljósmyndarinn Ellert Grétason skrifar á vefmiðlinum Stundinni.

“Reykjanes Geopark var stofnaður af Grindavíkurbæ og HS Orku. Er jarðvanginum ætlað að hafa „fræðslugildi vegna fjölbreytilegrar náttúru og sjaldgæfra jarðminja“ svo vitnað sé beint í talsmann jarðvangsins. Bæjarstjórinn í Grindavík talar einnig í nýlegu viðtali um „uppbyggingu ferðaþjónustu og fræðslu sem byggir á einstökum jarðminjum“.

Á sama tíma gaf Grindavíkurbær HS Orku grænt ljós til að hefja rannsóknarboranir ofan í  merkilegustu jarðminjum svæðisins þar sem gígaröðin í Eldvörpum verður „skreytt“ með fimm risastórum borteigum.” Segir í grein Ellerts.

Ellert bendir svo einnig á að hægt sé að taka þátt í undirskriftasöfnuninn hér.